From 1 - 10 / 15
  • Categories  

    Umsóknin um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og var hún samþykkt á fundi heimsminjanefndar UNESCO í júlí 2004. Þingvellir eru þjóðgarður sem var með lögum stofnaður árið 1930.

  • Categories  

    Gróf mörk sigdals sem myndaðist þegar mikið magn kviku myndaði innskot þann 10-11 nóvember 2023 samfara mikilli jarðskjálftavirkni. Sigdalurinn afmarkar sprungusvæði á yfirborði sem m.a. olli tjóni á byggingum og öðrum innviðum í Grindavík. Nýr sigdalur myndaðist 14. janúar austan við sigdalinn sem myndaðist þann 10. nóvember 2023.

  • Categories  

    Áætluð lega kvikugangs sem myndaðist í stóru gagnainnskoti samfara mikilli jarðskjálftavirkni 10-11. nóvember 2023. Um er að ræða grófa staðsetningu gangsins neðanjarðar, skekkjur í láréttu plani geta verið nokkur hundruð metrar.

  • Categories  

    Afmörkun hættusvæða vegna eldsumbrota við Svartsengi og Grindavík sem hófust í nóvember 2023. Innan hvers svæðis er framkvæmt hættumat sem byggir á mati sérfræðinga Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Matið er er uppfært eins oft og þurfa þykir og tekur mið að virkni jarðhræringa hverju sinni. Einnig er bætt við svæðum ef bein áhrif eldsumbrota þykja líkleg til að ná út fyrir skilgreind svæði. Svokallað hættumatskort er gefið út af Veðurstofu Íslands í hvert skiptir sem hætta er endurmetin.

  • Categories  

    Áætlað og gróft umfang kvikuinnskots undir Svartsengi byggt á líkanreikningum, en líkanið byggir á InSAR greiningum úr gervitunglamyndum og GNSS mælingum á yfirborði. Afmörkunin miðast við 6. nóvember 2023.

  • Categories  

    Þekja sem sýnir halla lands í gráðum byggt á landlíkani Landmælinga Íslands (IslandsDEM útg. 1). Aðeins er sýndur halli á ákveðnu bili sem miðast við algengan upptakahalla snjóflóða. Litir og flokkun halla er ætluð til að hjálpa ferðafólki í fjalllendi að meta halla í brekkum með tilliti til upptakahalla snjóflóða. Þekjuna er hægt að birta sem myndkorta-flísar (XYZ, 512x512 pixlar) í Web-Mercator vörpun (EPSG:3857). Sniðmát fyrir slóðina á flísarnar eru: https://geo.vedur.is/geoserver/www/imo_slopemap_epsg3857_v1/{z}/{x}/{y}.png Skýringarmynd fyrir litakvarða er aðgengileg hér: https://geo.vedur.is/geoserver/www/imo_slopemap_epsg3857_v1/Legend_box_v1.png

  • Categories  

    Röð uppréttra loftmynda úr loftmyndasafni Landmælinga Íslands sem unnar voru á árunum 2013 til 2018 hjá Jarðvísindastofnun HÍ, sem partur af tveimur verkefnum: 1 - Mælingar á jöklabreytingum úr sögulegum loftmyndum. Þetta verkefni var unnið af Joaquín M.C. Belart í M.Sc. og Ph.D. hjá Jarðvísindastofnun. Útvaldar loftmyndir frá 1945 til 1994 voru skannaðar hjá Landmælingum Íslands sérstaklega fyrir þetta verkefni. Vinnsla þessara loftmynda fór fram með því að nota "Ground Control Points" (GCP) sem teknir voru úr lidarmælingum á íslenskum jöklum. Úrvinnsla gagna úr Drangajökli fór fram með ERDAS hugbúnaðinum. Nánari upplýsingar um vinnsluna er að finna í Magnússon o.fl., 2016 (https://tc.copernicus.org/articles/10/159/2016/tc-10-159-2016.html). Úrvinnsla gagna frá öðrum jöklum var unnin með MicMac hugbúnaðinum, einnig með GCP teknir af lidar. Nánari upplýsingar um vinnsluna eru fáanlegar í Belart o.fl., 2019 (https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/geodetic-mass-balance-of-eyjafjallajokull-ice-cap -for-19452014-processing-guidelines-and-relation-to-climate/9B715A9E0413A6345C2B151B1173E71D) og Belart o.fl., 2020 (https://www.frontiersin.org/articles/10.31630/feart/full.316390/feart. 2 - Mælingar á hraunmagni Heklugosanna á XX öld. Þetta verkefni var unnið af Gro B.M. Pedersen sem hluti af verkefni þar sem unnið var að umhverfiskortlagningu og vöktun Íslands með fjarkönnun "Environmental Mapping and Monitoring of Iceland by Remote Sensing" (EMMIRS, fjármagnað af Rannís) á árunum 2015-2018. Loftmyndirnar af Heklu frá 1945 til 1992 voru skannaðar af Landmælingum Íslands. Vinnsla þessara mynda var gerð með ERDAS hugbúnaðinum og nánari upplýsingar um vinnsluna er hægt að nálgast í Pedersen o.fl., 2018 (https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/2017GL076887) --------------------------------------------------------------------------------------------------------------- A series of orthomosaics using the archives of aerial photographs from Landmælingar Íslands (Loftmyndasafn) created between 2013 and 2018 at the Institute of Earth Sciences, as part of two projects: 1 - Measurements of glacier changes from historical aerial photographs. This project was conducted by Joaquín M.C. Belart during his M.Sc. and his Ph.D. at the Institute of Earth Sciences. A selection of aerial photographs from 1945 to 1994 were scanned at Landmælingar Íslands specifically for this project. The processing of these aerial photographs was done using Ground Control Points (GCPs) extracted from lidar surveys of Icelandic glaciers. The processing of the data from Drangajökull ice cap was done using the ERDAS software. Further details on the processing are available in Magnússon et al., 2016 (https://tc.copernicus.org/articles/10/159/2016/tc-10-159-2016.html). The processing of the data from other glaciers was done using the MicMac software, also with GCPs extracted from lidar. Further details of the processing are available in Belart et al., 2019 (https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/geodetic-mass-balance-of-eyjafjallajokull-ice-cap-for-19452014-processing-guidelines-and-relation-to-climate/9B715A9E0413A6345C2B151B1173E71D) and Belart et al., 2020 (https://www.frontiersin.org/articles/10.3389/feart.2020.00163/full) 2 - Measurements of the lava volumes of the Hekla eruptions in the XX century. This project was conducted by Gro B.M. Pedersen as part of the Environmental Mapping and Monitoring of Iceland by Remote Sensing (EMMIRS, financed by Rannís) project between 2015-2018. The aerial photographs of Hekla from 1945 to 1992 were scanned by Landmælingar Íslands. The processing of these photographs was done using the ERDAS software, and further details of the processing are available in Pedersen et al., 2018 (https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/2017GL076887) References: Belart J.M.C., Magnússon E., Berthier E., Pálsson, F., Aðalgeirsdóttir, G., & Jóhannesson, T. (2019). The geodetic mass balance of Eyjafjallajökull ice cap for 1945–2014: Processing guidelines and relation to climate. Journal of Glaciology, 65(251), 395-409. doi:10.1017/jog.2019.16 Belart J.M.C., Magnússon E., Berthier E., Gunnlaugsson Á.Þ., Pálsson F., Aðalgeirsdóttir G., Jóhannesson T, Thorsteinsson T and Björnsson H (2020) Mass Balance of 14 Icelandic Glaciers, 1945–2017: Spatial Variations and Links With Climate. Front. Earth Sci. 8:163. doi: 10.3389/feart.2020.00163 Magnússon, E., Belart, J.M.C., Pálsson, F., Ágústsson, H., and Crochet, P.: Geodetic mass balance record with rigorous uncertainty estimates deduced from aerial photographs and lidar data – Case study from Drangajökull ice cap, NW Iceland, The Cryosphere, 10, 159–177, https://doi.org/10.5194/tc-10-159-2016, 2016. Pedersen, G. B. M., Belart, J. M. C., Magnússon, E., Vilmundardóttir, O. K., Kizel, F., Sigurmundsson, F. S., et al. (2018). Hekla volcano, Iceland, in the 20th century: Lava volumes, production rates, and effusion rates. Geophysical Research Letters, 45, 1805–1813. https://doi.org/10.1002/2017GL076887

  • Categories  

    Gögnin sýna mörk þéttbýlisstaða samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar.

  • Categories  

    Árið 2020 kom út skýrslan Landslag á Íslandi – flokkun og kortlagning landslagsgerða á Íslandi, unnin af Eflu og Land Use Consultants í Skotlandi fyrir Skipulagsstofnun. Þar er sett fram landslagsgreining fyrir Ísland. Skilgreindir eru sjö yfirflokkar landslags og þar undir 27 landslagsgerðir. Allt landið er kortlagt með tilliti til þessara landslagsgerða. Þannig eru kortlögð alls 117 landslagssvæði. Hér má nálgast landupplýsingaþekjur yfir landslagsgerðir og landslagssvæði eins og þau eru skilgreind í skýrslunni.

  • Categories  

    Valdar breytur úr Manntalinu 2021 eru teknar saman fyrir 1 km² reiti í Reitakerfi Íslands. Breyturnar eru valdar samkvæmt Reglugerð ESB nr. 1799/2018. Öllum eru heimil afnot af efni Hagstofunnar en geta skal heimildar. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Selected characteristics from the Icelandic Population and Housing Census 2021 presented in the Inspire compatible Icelandic Grid System (1 km²). The breakdowns are in line with the Commission Implementing Regulation (EU) 2018/1799 of 21 November 2018 on the establishment of a temporary direct statistical action for the dissemination of selected topics of the 2021 population and housing census geocoded to a 1 km² grid (OJ L 296/19, 22.11.2018). Please quote the source.